Tækni efh var stofnað árið 1942 að hluta til að koma til móts við mikla þörf á viðgerðum hjá bandaríska setuliðinu. Þegar fram liðu stundir fóru verkefnin hins vegar að breytast, ekki síst vegna mikillar uppbyggingar í þjóðfélaginu. Byrjað var að framleiða miðstöðvarkatla til húshitunar og gufukatla sem voru notaðir í iðnað en Tækni þjónustaði bæði þessi katla og ýmislegt tengt pípulögnum. Þegar hitaveitan kom til sögunnar þurfti að skipta út miðstöðvarkötlum og Tækni hóf þá framleiðslu á varmaskiptatækjum. Þess má geta að margir forhitarar fóru til Vestmannaeyja þegar hraunveitan var stofnuð þar eftir gosið.

Síðustu áratugina hafa verkefnin snúist um smíði og formíði á hvers kyns hlutum úr stáli og áli meðfram því að sinna viðgerðaþjónustu á vélbúnaði fyrirtækja í iðnaði. Í málmsmiðjunni fer fram fjölbreytt framleiðsla á vörum fyrir fyrirtæki og einstaklinga í stóru eða litlu upplagi.

Á síðustu árum hafa bæst við fjölbreytt verkefni fyrir sjávarútveginn, bæði tengd málmsmíði og vélaþjónustu. Véladeildin hefur sinnt viðgerðum og viðhaldi á vélum, gírum, túrbínum og kælum ásamt ísettningu nýrra véla fyrir skip og rafstöðvar. Véladeildin hefur vaxið mikið undanfarin ár og tóku eigendur Tækni nýverið yfir Bætir ehf, sem er sérhæfð varahluta og viðgerðaþjónusta fyrir stórar dísilvélar og hefur véladeild Tækni nú verið flutt yfir í systurfyrirtækið.

Tækni í kringum 1950